SAGA BORTÆKNI

Árið 1981 ákvað ungur maður Kristján V Halldórsson að panta sér kjarnabors-græjur og fara út í sjálfstæðanrekstur, innkaupaverð tækjanna var 54 mánaðalaun, pakkinn samanstóð af 1.STK kjarnaborvél, standur og 5 kjarnaborskrónur.

Tækin komu í apríl 1982 og til varð Bortækni s/f þann 30.apríl 1982. Sérstök áhersla var lögð á þrifalega umgengni og fagleg vinnubrögð. Keyptum við vatnsugur og fleira í þeim tilgangi. Í byrjun voru dyragöt, gluggar, veggir og fleira kjarnaboruð, raðborað úthringur og skiptingar. Seinna sama ár koma steinsagir til Íslands, og sáum við að sú tækni yrði ofan á þrátt fyrir hátt verð og dýr tæki. Var pantaður pakki sem kostaði hátt í 300. mánaðalaun. Með hjálp góðra manna og kúnna, þá hafðist þetta á endanum.Mikið var streðið og langir voru vinnudagarnir.

Núna 25 árum seinna, þá er verð tækjanna komið niður, en gæðinn hafa mikið versnað, við lifum í einnota heimi, og þarf að vera mjög vakandi með viðhald og endurnýjun. Kaupa þarf góð tæki, sagarblöð og bora.

Núna snýst þetta um hraða, nýjustu tækni, góð tæki, góða menn og skila af sér góðu verki til viðskiptavina okkar.